Viðburðir

Framundan er aðventufundur FÍ með afar áhugaverðum fyrirlesara Tom Shakespeare og Mikael Torfasyni

Aðventufundur FÍ

Tom Shakespeare

- | Grand Hotel

Í tilefni alþjóðamannréttindadagsins sem haldinn er á ári hverju þann 10. desember, og í tilefni aðventunnar, heldur Félagsráðgjafafélag Íslands morgunverðarfund þriðjudaginn 12. desember frá kl. 8.00-10.00. 

Skráðu þig hér

Lesa meira

Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu

Opin fundur fagdeildarinnar 7. desember kl. 15:15 í Borgartúni 6

- | Borgartúni 6, 3. hæð

Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu boðar til opins félagsfundar fimmtudaginn 7. desember kl. 15:15 - 16:30 í Borgartúni 6, fundarsal á 3. hæð.

Engin formleg dagskrá er á fundinum en umræða verður um öldrunarþjónustu og allt sem viðkemur öldruðum. Vonumst til að sjá sem flesta sem áhuga hafa á öldrunarmálum! Veitingar í boði fagdeildarinnar. Látið vita um þátttöku á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Lesa meira

Félagsráðgjafaþing 16. febrúar 2018

- | Hótel Nordica

Fimmta Félagsráðgjafaþingið verður haldið föstudaginn 16. febrúar 2018. Yfirskriftin í ár er Félagsráðgjöf og mannréttindi. Aðalfyrirlesari er dr. Merlinda Weinberg sem er prófessor við Dalhousie University í Halifax og hefur hún skrifað um siðfræði í störfum félagsráðgjafa. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri móttöku í boði félagsins. Lestu meira til að skrá þig!

Lesa meira

Samtalsfundur siðanefndar

Eigum við sem félagsráðgjafar að beita okkur meira á pólitískum vettvangi?

Samtalsfundir sem Siðanefnd efndi til í fyrra voru góðir og skiluðu okkur efni sem hægt er að vinna með. Þar kom fram sterkur vilji til valdeflingar félagsráðgjafa og meiri pólitískrar þátttöku

Lesa meira

Fréttir

Alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta hjá Félagsráðgjafafélagi Íslands

Það má ljóst vera að fólk alls staðar af landinu sækir oft til Reykjavíkur þegar það hefur misst húsnæði sitt í sínu sveitarfélagi. Vandinn er því ekki einungis Reykjavíkurborgar heldur allra sveitarfélaga og opinberra stjórnvalda sem þurfa að leggja sitt af mörkum til að leysa þennan húsnæðisvanda. Reykjavíkurborg gaf út skýrslu í september síðastliðnum þar sem fjöldi og hagir utangarðsfólks er kortlagður og sýna niðurstöður skýrslunnar að utangarðsfólki hefur fjölgað á undanförnum árum.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á stjórnvöld að koma fólki sem gistir úti í skjól sem fyrst og öað byggja upp langtímaúrræði fyrir þennan hóp. Til þess þarf samhent átak ríkis og sveitarfélaga.

Lesa meira

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd fagnar þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu á undanförnum dögum um barnaverndarmál. Meðlimir fagdeildarinnar eru félagsráðgjafar sem starfa hjá barnaverndarnefndum um allt land. Telur fagdeildin mikilvægt að rætt sé opið og á gagnrýnan hátt um kerfið í heild sinni enda er starf barnaverndar ekki hafið yfir gagnrýni. Þegar unnið er með svo viðkvæm mál er mikilvægt að kerfið sem kemur að málunum sé stöðugt í þróun. 

Lesa meira

Undirbúningur kjaraviðræðna hófst í vor og höfum við margóskað eftir því að samningaviðræður hefjist hið fyrsta. Það gerðist loksins miðvikudaginn 6. september þegar fyrsti fundur FÍ var með samninganefndinni en félögin hafa lagt áherslu á að nú þurfi að hlusta á sérkröfur félaganna og því fer hvert félag fram með sínar kröfur.

Lesa meira

Social Work in Iceland

Development, Programme, Professional Status and Present Challenges

Í ársbyrjun 2017 barst Félagsráðgjafafélagi Íslands beiðni um að taka þátt í að skrifa kafla fyrir spænska kennslubók í félagsráðgjöf sem dr. Alfredo Hidalgo Lavié ritstýrði.

Lesa meira