Skip to main content

Styrkir / sjóðir

Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands

Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands var stofnaður árið 1989 samkvæmt 8. grein kjarasamninga sem gerðir voru það ár. Síðan þá hefur ríkið dregið sig út úr aðild að vísindasjóði og eru það nú félagsráðgjafar sem vinna hjá Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og í mörgum tilfellum félagsráðgafar á almennum markaði sem fá úthlutað úr sjóðnum. Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. A-hlutinn er ætlaður til framhalds- og endurmenntunarkostnaðar annars vegar og ferða- og dvalarkostnaðar vegna námskeiða og námskeiðsgjalda hins vegar. B-hlutinn er til rannsóknar- og þróunarverkefna. Félagsmenn fá greitt í febrúar úr A-hluta en sækja þarf sérstaklega um í B-hlutann. Á vegum FÍ skal starfar þriggja manna Vísindanefnd sem fer með stjórn sjóðsins. Sjá nánar um vísindasjóðinn undir flipanum Félagið – nefndir, Vísindanefnd

Sjóðir BHM

FÍ starfar innan vébanda BHM og er aðili að eftirtöldum sjóðum BHM:

  • Starfsmenntunarsjóður BHM Styrkir til sí- og endurmenntunar
    Réttur til úthlutunar úr Starfsmenntunarsjóði myndast þegar aðildargjald hefur verið greitt í 12 samfellda mánuði. Sjóðurinn styrkir sjóðsfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna sí- og endurmenntunar enda tengist verkefni starfi eða fagsviði umsækjenda.hefur að markmiði að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms félagsmanna aðildarfélaga.

  • Styrktarsjóður BHM
    Styrkir fyrir opinbera starfsmenn
    Rétt í Styrktarsjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað.

  • Sjúkrasjóður BHM
    Styrkir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði
    Rétt í Sjúkrasjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir sjúkrasjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað.

  • Starfsþróunarsetur háskólamanna
    Styrkir til einstaklinga og stofnana vegna starfsþróunar
    Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna þeirra aðildafélaga BHM sem eiga aðild að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun.

Upplýsingar um ofangreinda sjóði BHM er að finna á vef BHM http://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/ Þá er einnig hægt að fara beint inn á mínar síður á vef BHM þar sem hægt er á auðveldan máta að ganga frá umsóknum og rafrænum fylgigögnum, fylgjast með stöðu umsókna og notkun á styrkjum. Slóðin á mínar síður er http://www.bhm.is/um-bhm/minar-sidur

  • Orlofssjóður BHM

Orlofssjóðurinn býður félagsmönnum upp á margvíslega þjónustu s.s. útleigu orlofshúsa og íbúða bæði heima og erlendis. Þá gefst sjóðsfélögum kostur á að kaupa Veiðikortið, fá ódýra hótelgistingu víðs vegar um landið og kaupa útilegukort sem gilda á tjaldstæðum o.fl.

Upplýsingar um orlofssjóðinn er að finna á vef BHM Orlofssjóður

Til þess að bóka orlofshús o.fl. er farið inn á bókunarvef orlofssjóðsins  Bókunarvefur
Á facebook er gott að fylgjast með ef hús losna https://www.facebook.com/pages/Orlofssj%C3%B3%C3%B0ur-BHM/258827680950776?fref=ts